Hvað er WordPress?

WordPress er Content Management System (CMS), Vefsíðukerfi sem þú getur notað til að byggja upp vefsíðu án nokkurrar þekkingar á kóðun. Þessi hugbúnaður gerir þér kleift að sérsníða um það bil alla þætti á vefsvæðinu þínu.

Fyrsta útgáfan af WordPress kom fram árið 2003 af Matt Mullenweg og Mike Little. Það byrjaði sem einfaldur vettvangur hannaður fyrir fólk sem vildi stofna grunnblogg og hýsa þau á internetinu. Með tímanum hefur það þó vaxið í að verða mest notaða vefsíðukerfi í heimi sem hentat til að búa til næstum hvers konar síðu sem vera vill.

Áður en haldið er áfram skulum við átta okkur á þvi að það er munur á WordPress.com og WordPress.org. Sú fyrri er vefsíðugerð þar sem þú getur búið til og hýst vefsíðu ókeypis. Það er einfalt í notkun en einnig takmarkað hvað það getur gert. WordPress.org er öflugri vettvangur svo við munum einbeita okkur að því það sem eftir er af þessari grein.

Hvað gerir WordPress svo einstakt?

Margir vefsmiðir, hönnuðir og aðrir leggja sitt af mörkum til að gera WordPress betra með hverjum deginum.

Vegna þeirrar staðreyndar að WordPress er að það er opinn hugbúnaður. Það hvetur vefstjóra og hugbúnaðarsmiði til að byggja upp hverskonar smáforrit til notkunar í kerfinu. Það er ekki síst þessum hugvitsmönnum að þakka hve möguleikar WP eru miklir og hve vinsældir þess eru ótvíræðar.

Það sem meira er, það þýðir að WordPress , er ekki einungis hannað og viðhaldið af einu sérstöku fyritæki.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir þig sem notanda af ýmsum ástæðum:

Kerfið sjálft er og verður alltaf FRÍTT og öllum opið.

Mörg ókeypis og/eða  ódýr smáfforit (plugin) eru búin til, til notkunar með WordPress í huga.

WordPress er því hannað af samfélagi notendanna sjálfra og er því sérlega notendavænt og hefur þá eiginleika sem vefsmiðir og vefsíðueigendurþurfa mest á að halda.

Þú getur fundið fullt af skjölum á netinu, ráðstefnum og greinum um WordPress. Sérstök námskeið og úrræði þar með talið DreamHost Academy og margt fleira.

WordPress er ekki bara fyrir byrjendur!

Það er óhætt að segja að eftir því sem þekking þín og kunnátta á notkun WP aukast möguleikar þínir jöfnum höndum. Það er nánast án undantekningar að hvað sem þér dettur í hug að framkvæma með WprdPress að þá hefur einhver annar verið þar á undan og nú þegar fundið lausinr við sérhverjum áskorunum.  

Það má með sanni segja að með WordPress séu þér engin takmörk sett.