Skilmálar þessir gilda um: http://veflausnir.postlistinn.is.
Auglýsingar og áskrift
Ólafur Þór Ólafsson er eigandi og ábyrgðaraðili síðunnar.
Skilmálar viðskiptanna er sá sem fram kemur í vörulýsingu varðandi verð og gildistíma þeirra samninga sem gerðir eru. ATH að öll verð á auglýsingum, áskrift, heimasíðum og vefumsjón eru birt á vefsíðunni án VSK og bætist hann þá við þegar greitt er.
————————————————————————
Ákvæði er varða VEFVERSLUN
Pantanir:
Póstlistinn afgreiðum pantanir þegar greiðsla berst.
Greiðsla:
Öll verð í netverslunni eru í íslenskum krónum, með virðisaukaskatti. En verð á auglýsingum eru birt án VSK
Hægt er að greiða fyrir þjónustu Póstlistans, með kreditkorti eða íslensku debetkorti. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu kortafyrirtækjanna. Póstlistinn tekur því aldrei við né geymir kortaupplýsingar kaupanda. Einnig er hægt að greiða með bankamillifærslu og Pei. Ef sú leið er valin er mikilvægt að skrá vörunúmer í reitinn fyrir skýringar í heimabankanum.
Sendingarmáti:
Vörusala er afgreidd á næsta pósthúsi degi eftir að kaupin eru gerð. Sendingarkostnaði sem greiðist af kaupanda við greiðslu pöntunar nema að annað sé tekið fram. Afhendingar- og flutningsskilmálar Póstsins gilda um sendingar. Póstlistinn ber enga ábyrgð á tjóni eða töfum í sendingu. Þetta á þó ekki við um vörur sem sendar eru til kaupanda beint frá erlendum birgja. Þá gilda afhendingarskilmálar þeirra tilteknu aðila sem í flestum tilfellum eru betri. m.a. fæst skemmd eða gölluð vara endurgreidd.
Sendingartími innanlands sending (þ.e. vörur af lager) taka í flestum tilfellum 1 til 5 virka daga. Sendingartími vara sem sendar eru beint frá erlendum birgja getur farið allt upp í 30 til 40 daga.
Vöruskil:
Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skilað sé hún ónotuð og í upprunalegu ástandi, í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Tilkynna skal vöruskil á postlistinn@postlistinn.is. Athugið þegar vöru er skilað ber kaupandi ábyrgð á vörunni þar til hún hefur borist okkur, auk þess sem að sendingargjald fæst ekki endurgreitt. Sé vara endursend verður hún að berast á heimilisfang Póstlistans ehf.
Hafi viðskiptavinur fengið skemmda eða ranga vöru, ber honum að upplýsa okkur um það við fyrsta tækifæri og munum við taka fulla ábyrgð á því.
Fyrirvari:
Póstlistinn áskilar sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara. Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndbrengl. Póstlistinn áskilur sér rétt til að hætta við pöntun komi í ljós að varan sé vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum er viðskiptavini endurgreitt án tafar.
Ábyrgð:
Ábyrgðir seljanda hafa ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við neytendakaupalög 48/2003 og miðast við kaupdagsetningu til einstaklinga. Ef um ræðir sölu á vöru til fyrirtækis (atvinnustarfsemi)er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup lög nr 50/2000.
Ábyrgð er ekki staðfest nema að kaupnótu sé framvísað.
Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits tækis eða notkunar á rekstrarvörum, þ.e.a.s. hún nær ekki til tækja sem eðlilegt þykir að endist skemur en í 2 ár. Til dæmis er rafhlaða rekstrarvara og getur þurft að endurnýja rafhlöðuna áður en ábyrgð á vélbúnaði rennur út. Ábyrgð fellur úr gildi ef tækið hefur verið opnað eða átt hefur verið við það án yfirumsjónar/samþykkis seljanda þó að þar hafi verið að verki verkstæði og/eða viðurkenndur aðili. Ábyrgðin fellur einnig niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar.
Seljandi er ekki
skuldbundinn til að taka þátt í viðgerðarkostnaði, gefa afslætti, skipta út
vöru o.s.frv. eftir að ábyrgðartíma lýkur.
Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna innan eðlilegra tímamarka að galli
eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála. Ef til úrlausnar ábyrgðar kemur, er
seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun
kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.
Trúnaður:
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum, nema svo beri skylda gagnvart lögum.
Lög og varnarþing:
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi
mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli, í lögsagnarumdæmi
seljanda.
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992,
ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði
laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr.
96/1992 byrja að líða er móttaka vöru á sér stað.