Starfsmenn Póstlistans hafa áralanga reynslu í vefhönnun.
Við vinnum eingöngu með WordPress vefumsjónarkerfi og erum sérfræðingar í því. WordPress er vinsælasta umsjónarkerfi í heiminum í dag. Vefsíðugerð fjallar um að hanna útlit og viðmót á vefsíðum. Auk þess að veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf byggða á þeirra markmiðum og væntingum um árangur í markaðssetningu á netinu.
Snjallvænar vefsíður
Allir vefir sem Póstlistinn setur upp eða tekur til endurgerðar eru snjallvænir. Það á jafnt við um netverslun og aðrar sérlausnir eins og venjulegar heimasíður.
Nútímaleg vefhönnun & notendavæn viðmótsstjórnun.
Vefsíðugerð Póstlistans er sambland af glæstri hönnun og notendavænu og einföldu viðmóti. Við höfum alltaf til hliðsjónar að hanna vefina okkar með notendavænt viðmót. Með virkri vefmælingu fylgjumst við svo með hvernig vefsíðugerðunni reiðir af eftir að hún er kominn í loftið. Auk alls þessa þá kennum við þér að nota WordPress svo þú getir sjálf(ur) uppfært vefinn þinn og viðhaldið honum ef þú óskar þess.
