Öflug netverslun selur á meðan þú sefur

Við setjum upp vefverslanir í WordPress Woocommerce, öflugasta og besta vefverslunarkerfi sem völ er á. Woocommerce netverslun svipar til annarra þekktra verslunarkerfa eins og Shopify en er í eðli sínu mun sveigjanlegri þar sem verslunin er keyrð á þínu léni og hægt að tengja ýmiskonar virkni auk þess að nýta hluta þeirra hundruða Plugins (smáforrita) til að þín netverslun verði eins öfluga og árangursrík eins og kostur er.

Við hönnum fyrir þig útlit og viðmót. Hugbúnaðarsérfræðngar Póstlistans hafa þekkingu og getu til að framkvæma allar þær viðbætur og viðbótarvirkni sem þú vilt hafa í þinni vefverslun.

Stækkaðu vefinn þinn og bættu við hann netverslun

Eigir þú þegar blogg eða vefsíðu frá WordPress getur þú leitað aðstoðar Póstlistans. WooCommerce er besta leiðin til að bæta sérsniðinni vefverslun við síðuna þína. Aðeins þarf að setja upp WooCommerce viðbótina eins og aðrar viðbætur við WordPress og þú færð nýja einingu á vefsíðuna fyrir vörur.

Þú stjórnar þínum pöntunum

Vöruskrárnar í WooCommerce virka svipað og annað sem þú gerir í WordPress. Aðeins með aukareitum fyrir vörulýsingu, verðlag, stærðir og svo framvegis. Reitirnir koma fram á nýrri verslunarsíðu vefsetursins þíns þar sem gestir geta leitað að vörum, sett þær í flokka, merkt við þær og bætt þeim við innkaupakerruna sína. Þú stjórnar síðan pöntunum þeirra innan WordPress sem birtir þér einum upplýsingar um kaup viðkomandi aðila.

Sýnir þér sölur eftir tímabilum

Þarftu fleiri þætti í verslunina? WooCommerce hefur eigin viðbætur sem heimila þér að bæta við eftirlætis greiðsluþjónustu þinni, samþættingar og aðra þætti í versluninni þinni. Þú getur bætt WooCommerce við vefsíðuna þína hvenær sem er eða sett vefverslunina upp samhliða hinni eiginlegu vefsíðugerð.

Tölfræðin er innbyggð í Woocommerce svo þú getur alltaf séð hvernig salan gengur eftir mánuðum, fjöldi pantana, heildarsala, pantanir sem ekki kláruðust ofl ofl.

Hér hefurðu fullkomna yfirsýn yfir verslunarreksturinn þinn á netinu.